Kynjafræðinemar í leikhúsi

Bjarni Snæbjörnsson í sýningunni
Bjarni Snæbjörnsson í sýningunni "Góðan daginn faggi" í Þjóðleikhúskjallaranum

Nemendum í kynjafræði í MK bauðst að fara ásamt kynjafræðinemum úr ML, FÁ og MH á sýninguna Góðan daginn, faggi, í Þjóðleikhúskjallaranum.

Stemmingin var mjög góð í salnum og sýningin allt í senn fyndin, skemmtileg, hjartnæm og lærdómsrík.

Eftir sýningu settust aðstandendur sýningarinnar þeir Bjarni Snæbjörnsson og Axel Ingi Árnason, niður með okkur og svöruðu spurningum nemenda og kennara sem var dýrmæt viðbót við frábæra kvöldstund.