Kynning frá Rauða krossinum fyrir nemendur í félagsfræði

Nemendur í félagsfræði hjá Hjördísi og Maríu Ben fengu heimsókn frá Rauða krossinum föstudaginn 10. nóvember. Þeir fengu kynningu á helstu verkefnum Rauða krossins innanlands og erlendis sérstaklega varðandi flóttamenn og neyðaraðstoð á hamfarasvæðum. Nadía Ýr frá Rauða krossinum fræddi nemendur meðal annars um hlutverk fjöldahjálparstöðva eins og Kórinn í Kópavogi og hvað væri gert til að hjálpa fólki á flótta vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Ekki grunaði okkur þá hvað væri í vændum vegna jarðhræringa í Grindavík síðar um kvöldið. Þessir nemendur eru án efa meðvitaðri núna um mikilvægi þess að hjálpa fólki í neyð hvar sem er í heiminum.

Við þökkum Rauða krossinum kærlega fyrir heimsóknina og sín mikilvægu mannúðarstörf.