Kynntust störfum Alþingis

Nemendur í stjórnmálafræði fengu innsýn í störf þingsins þegar þau heimsóttu Alþingi 14. nóvember.

Þar fengu þau einnig fræðslu um sögu Alþingi og skoðuðu Alþingishúsið.

Þá hittu nemendur Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins í  suðurkjördæmi sem spjallaði við þau um störf sín sem alþingismaður.

Einnig fræddi hún nemendur um það hvernig frumvörp eru afgreidd í þingi og hjá þingflokkum. 

Nemendur á Alþingi