Ljóð frá nemanda

Ljóð ort þann 27. nóvember af nemenda í MK, Sigríði Björnsdóttur, nema í framreiðsludeild skólans. Þetta er kveðskapartegund sem kallast myndljóð, Calligram á mörgum tungumálum.

 

Til að auðvelda lesturinn er textinn settur hér:

 

10.11.23

Í skjálfta frí föstudagskvöld
Mættu til mín fjölskyldur tvær,
En náttúran hinsvegar tók svo öll völd,
Nú ellefu sitja þau og eru engu nær.

Fer ég heim fyrir jól?
Verður það öruggt skjól?
Veit stekkjastaur hvar ég er? Verða jólin hjá þér?
Verður húsið mitt eins?
Eða var allt sem ég byggði ekki til neins?

Ég get ekki sett mig í þessi spor
Ætli þau verði hjá mér langt fram á vor?