Menntaskólinn í Kópavogi fær jafnlaunavottun

Menntaskólinn í Kópavogi fékk á dögunum afhenta staðfestingu á því að skólinn uppfylli kröfur jafnlaunastaðals (IST-085:2012), en lokaúttekt á staðlinum fór fram í maí sl. og vottunin gildir frá 5. september. MK er þar með fyrsti framhaldsskóli landsins til fá þessa vottun en öllum stærri ríkisstofnum hefur verið gert að fá vottun á jafnlaunastaðli fyrir næstu áramót. 

Ferlið við vinnuna hefur staðið yfir í um 3 ár og farið var í ítarlega greiningu á öllum störfum, skjalagerð og vistun gagna er varðar laun allra starfsmanna voru yfirfarin ásamt því sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands var fengin til samstarfs um launagreininguna sjálfa.  

Menntaskólinn í Kópavogi er fyrir með vottað gæðakerfi ISO-9001:2015 sem einfaldaði mjög alla vinnu við uppsetningu á kröfum jafnlaunastaðalsins. 

Á myndinni tekur aðstoðarskólameistari MK Hjördís Einarsdóttir við staðfestingu á vottuninni úr hendi Kjartans J. Kárasonar framkvæmdastjóra Vottunar hf. Aðrir á myndinni eru Sigríður Guðrún Sveinsdóttir skrifstofustjóri og Garðar Vilhjálmsson gæðastjóri sem leiddu vinnu Menntaskólans í Kópavogi við vottunarferlið. 

Starfsmenn MK með viðurkenningarskjal frá Votton