Móttaka nýnema

Móttaka nýnema
Móttaka nýnema

Um 170 nýnemar hefja nám á þessari haustönn í Menntaskólanum í Kópavogi. Í dag 14. ágúst milli klukkan 10 og 12 var móttaka fyrir þá.  Nemendur hlustuðu á ávarp skólameistara í Sunnusal og var síðan skipt í hópa eftir brautum. Hóparnir fóru í kennslustofur þar sem þau fengu kynningu frá sjö mismunandi aðilum. Þau enduðu svo heimsóknina í pizzuveislu í boði skólans.

Við bjóðum nýnema velkomna og óskum þeim velfarnaðar í náminu hjá okkur.