Næstu dagar

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á morgun 18. nóvember veitir framhaldsskólunum heimild til að taka við nemendum upp að ákveðnu marki.
Eftir vandlega ígrundun var niðurstaða okkar í MK að bjóða öllum nemendum skólans í stærðfræði að mæta í tíma á staðnum þegar það er tvöfaldur tími í töflu.
Þetta gildir þó ekki um áfangana; STÆR3CA05 og STÆR2BB05 (þeir áfangar verða í fjarkennslu út önnina).

Þannig eiga þeir nemendur sem eru í tvöföldum tíma í fyrramálið, miðvikudag 18. nóvember að mæta í skólann. Nemendur mæta auðvitað með grímu og fara beint inn í sína kennslustofu.