Nemendur heimsóttu Útlendingastofnun

Nemendur í félagsfræði heimsóttu Útlendingastofnun á Dalvegi í vikunni og fengu góða kynningu á málefnum innflytjenda og flóttamanna. Nemendur fræddust um muninn á einstaklingum sem sækja um alþjóðlega vernd, kvótaflóttamenn, innflytjendur og þá sem hafa fengið stöðu flóttamanna á Íslandi. Ennfremur voru nemendur upplýstir um lagarammann sem unnið er út frá ogmálsmeðferð umsókna. Þetta var mjög áhugaverð og fróðleg kynning og gott fyrir nemendur að fá upplýsingar um þessi mikilvægu mál.