Nemendur í matreiðslu í grænmetisheimsókn

Nemendur glaðir
Nemendur glaðir

Á haustdögum fóru matreiðslunemar með kennurum sínum í heimsókn í sveitina til að upplifa ferskleika íslenska grænmetisis frá fyrstu hendi.

Tilgangur ferðarinnar var að taka með sér grænmeti í skólann þar sem nemendur unnu svo verkefni tengd nýtingu og geymslu grænmetis.

Nemendur tóku m.a. upp gulrætur, blómkál og spergilkál, fengu fræðslu um ræktun sveppa og eldpipars sem þau fengu einnig að smakka.

Einnig fengu þau fræðslu um ræktun á Pak choi sem og um ræktun alls konar salats og kryddtegunda.

Hér er einnig hægt að skoða fleiri myndir í frétt Veitingageirans.is

Nemar í gróðurhúsi Nemar taka upp Salat Eldpipar