Nemendur í umhverfisfræði heimsóttu Hellisheiðarvirkjun

Nemendur í umhverfisfræði í Hellisheiðarvirkjun
Nemendur í umhverfisfræði í Hellisheiðarvirkjun

Nú á haustdögum hóf göngu sína í MK nýr áfangi á sviði umhverfisfræða. Áfanginn, sem er skylduáfangi fyrir alla nemendur skólans, er útfærður með það fyrir augum að nemendur byggi upp haldbæra þekkingu og skilning á hugtökum og hugmyndum umhverfisfræðinnar.

Þema liðinnar viku voru loftslagsmál í víðu samhengi og í tilefni þessa var Hellisheiðarvirkjun heimsótt. Nemendur fengu kynningu á starfsemi virkjunarinnar sem og skoðuðu sýningarrými.

Mikil ánægja var meðal nemenda og kennara með ferðina og voru allir á einu máli um að með vettvangsferðum er námið brotið upp með skemmtilegum hætti og eru nemendur virkjaðir til beinnar þátttöku.