Nemendur skráðir í ÍÞRÓ1AA01SP eða ÍÞRÓ1AA01ÞJ

Íþróttakennsla í MK verður með öðrum hætti í apríl mánuði vegna covid 19. Það verða engir skipulagðir hópíþróttatímar fyrir nemendur í ÍÞRÓ1AA01SP (íþróttakennsla á vegum MK) eins og verið hefur á þessari önn. Í staðinn fá nemendur að skila einstaklingshreyfingu utandyra frá 6. apríl til og með 30. apríl. Íþróttakennslu lýkur 30. apríl eins og áður var auglýst og verður ekki hægt að skila inn neinni hreyfingu í maí.

Áfram þarf að ljúka samtals 18 skiptum til að klára íþróttir fyrir þessa önn.

Sama fyrirkomulag gildir fyrir nemendur í ÍÞRÓ1AA01ÞJ (nemendur sem æfa hjá líkamsræktarstöðvum eða öðrum íþróttafélögum).

Aron Már Björnsson íþróttakennari og Jóhanna Aradóttir félagslífs- og fjarvistafulltrúi munu halda utan um skipulagið á Moodle þar sem allir nemendur í þessum tveimur íþróttaáföngum ættu að vera skráðir.

ATHUGIÐ VEL að það verður einungis tekið við hreyfingu skráðri samdægurs eða í síðasta lagi daginn eftir.

ATHUGIÐ VEL að hreyfing innandyra er ekki metin.

Eftirfarandi hreyfing utandyra gildir sem eitt skipti (einn MK íþróttatími eða eitt skipti í líkamsræktarstöð):

  • Ganga: 4 km
  • Skokk/hlaup: 4 km
  • Hjólreiðar: 10 km

Ef vegalengd eða tími er tvöfaldaður eða meira fæst viðbótarmæting.

Dæmi: 20 km hjólreiðaferð eða 8 km ganga gefa tvö skipti.

Daglega er mest hægt að fá fimm skipti metin.

Léttar fjallgöngur t.d. Úlfarsfell  og Helgafell gilda sem tvö skipti.

Taka þarf skjámynd úr hreyfingarsmáforriti (helst Strava) um leið og hreyfingu lýkur og senda á netfangið mkhreyfing@mk.is þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:

  • Dagsetning
  • Tegund hreyfingar
  • Kílómetrafjöldi
  • Heildartími hreyfingar

Við minnum nemendur í ÍÞRÓ1AA01ÞJ á að skila inn rafrænni staðfestingu frá líkamsræktarstöðvum eða staðfestingarblaðinu á heimasíðu MK undirrituðu af sínum þjálfara á thjalfun@mk.is í síðasta lagi 30. apríl.

Staðfesting vegna íþrótta á vorönn.