Nýnemaferð haust 2022

Nýnemaferð MK verður farin í Vatnaskóg sunnudaginn 18. sept kl. 14:00 og komið heim í kringum hádegi mánudaginn 19. sept. Það er frí í tímum þann dag fyrir þau sem koma með í ferðina.

Verð er 3500 kr. á mann og nemendur verða að skila leyfisbréfi frá forráðamanni. Innifalið í verðinu er gisting, rúta og kvöldmatur.

Nemendafélagið heldur utan um stuðið í ferðinni, við förum í ratleik og ýmiskonar skemmtilega leiki og við verðum líka með borðspil og ætlum að hafa gaman saman og kynnast betur.

Nemendur þurfa að hafa með dýnur, svefnpoka, kodda, tannbursta, inni- og útiföt, lyf ef þess þarf og smá snarl fyrir mánudagsmorguninn.

Hlökkum til ferðarinnar og endilega komið öll með!