Opið hús - íslenskugetraun

Á velheppnuðu Opnu húsi síðastliðinn laugardag lagði íslenskudeild MK getraun fyrir gesti og gangandi. Í getrauninni voru nokkrar, kannski ekki laufléttar, málfræðispurningar.

Sá sem stóð sig best í getrauninni er Þorgils Hlynur Þorbergsson fyrrum nemandi í MK sem kom að líta á gamla skólann sinn. Hann fær tvo miða í kvikmyndahús fyrir frammistöðuna.

Við þökkum öllum sem þátt tóku í getrauninni.