Ostagerð með AnaÏs

Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu fengu listakonuna AnaÏs í heimsókn föstudaginn 22. nóvember, en hún var stödd á Íslandi á vegum franska sendiráðsins. Anaïs er sérleg áhugakona um hverskonar gerjun og vinnur hún með gerjun í listsköpun sinni í formi skúlptúra og ljósmynda. Ostagerð var megin viðfangsefnið í þessari heimsókn. Hún fjallaði um gerlana kefir, matsoni og filmjölk.  Hún leiddi  nemendur í gegnum ferlið á gerjun á mjólk og síun svo úr verði ostur og fengu nemendur og kennarar að bragða á osti sem Anais hafði gert 3 dögum áður.

Þetta vakti mikinn áhuga og fengu allir nemendur ostagerla til að gera sína eigin osta í framtíðinni.

Kennsla í ostagerð

umræður um ostagerð