Prófin framundan

Frá föstudeginum 4. desember til og með fimmtudeginum 10. desember fara fram lokapróf í MK. Föstudaginn 11. desember verða sjúkrapróf og mánudaginn 14. desember endurtektarpróf fyrir útskriftarefni.

Þeir áfangar sem verða með lokapróf eru í próftöflu, sjá hér að neðan.  Öll prófin fara fram í MK nema líffræðin sem verður heimapróf en fer fram skv. tímasetningu í próftöflu

Tafla með tímasetningum á prófum í desember

Þegar prófum er raðað í próftöflu í áfangaskóla, er óhjákvæmilegt að prófin raðist óheppilega þétt fyrir einhverja nemendur og þeir geta þurft að taka tvö próf á sama degi og jafnvel á sama tíma. Skólinn kemur til móts við þá nemendur og geta þeir óskað eftir því að fá að færa próf yfir á sjúkraprófsdag (föstudaginn 11. des). Nemendur sækja um að færa próf með að senda póst á afangastjori.boknam@mk.is fyrir 1. des n.k. (munið að tilgreina í tölvupóstinum hvaða próf þið óskið eftir að taka í sjúkraprófi).