Mánudaginn 15. desember kl. 11:30 - 12:30 verður prófsýning fyrir lokapróf og annað námsmat haustannar. Nemendur geta komið og skoðað lokapróf og/eða niðurstöður úr námsþáttum áfanga sem þeir voru í á haustönninni.
Prófsýning er einnig gott tækifæri fyrir þá nemendur sem ekki náðu tilskildum árangri í einhverjum áfanga að hitta umsjónarkennara sinn til að endurskoða val og fá svör við spurningum sem kunna að vakna um námsferilinn.