Ráðstefna Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi

Daganna 16.-20. október næstkomandi mun Evrópska Ungmennaþingið á Íslandi halda ráðstefnu fyrir ungt fólk í Verzlunarskóla Íslands. Ráðstefnan ber heitið „Sustainabilty – Modern Solutions taking the lead“ og fer fram á ensku. Þátttakendur eru ungt fólk frá Íslandi ásamt einstaklingum frá 20 öðrum löndum. Ráðstefnan er þing frekar en ráðstefna og þú sem ungur einstaklingur ert að taka virkan þátt, rökræða við aðra til komast að sameiginlegum lausnum.

Evrópska Ungmennaþingið heldur þing um alla Evrópu og þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast starfseminni og möguleikunum að fara erlendis á svipaða ráðstefnu. 

Þátttökugjald er 7.500 kr og er matur innifalinn fyrir alla ráðstefnuna. 

Hér er hlekkur á skráningarformið https://bit.ly/2jYNy7P 

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna á eypiceland.president@gmail.com

Bestu kveðjur,

Evrópska Ungmennaþingið á Íslandi