Saltfiskkræsingar—Vinnustofa í MK

Kennararnir Ægir og Daði ásamt Svandísi matvælaráðherra.
Kennararnir Ægir og Daði ásamt Svandísi matvælaráðherra.

Í dag var haldin saltfiskvinnustofa í skólanum. Markmiðið er að gera saltfiskinum hátt undir höfði, miðla þekkingu úr ýmsum áttum og vinna í tengslamyndun þátttakenda. Með vinnustofunni á að auka sameiginlegan skilning framleiðenda, matreiðslumanna, fisksala og neytenda á því „hvað er saltfiskur“. Hingað koma gestir úr ýmsum áttum, bæði til að halda fyrirlestra og til að hlusta og taka þátt. . Nemendur á þriðja önn í matreiðslu nota tækifærið og þróa rétti úr saltfiski undir dyggri leiðsögn kennara sinna en að verkefninu koma einnig nemar í bakstri og grunndeild matvæla og ferðagreina.

Vinnustofan er hluti af stærra verkefni með mörgum hagaðilum frá Íslandi, Noregi og Færeyjum. Frá Íslandi voru þátttakendurnir Matís, MK, Grímur kokkur, Klúbbur matreiðslumeistara og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þessi vinnustofa tókst með miklum ágætum og er Sigurði Daða Friðrikssyni og Ægi Friðrikssyni þökkuð framúrskarandi leiðsögn í þessu flókna og skemmtilega verkefni.

Saltfiskkræsingar Saltfiskkræsingar Saltfiskkræsingar Saltfiskkræsingar Saltfiskkræsingar Saltfiskkræsingar Saltfiskkræsingar Saltfiskkræsingar Saltfiskkræsingar Saltfiskkræsingar