Samstarfssamningur Afrekssviðs MK og GKG

Þann 18. janúar var undirritaður samstarfssamningur milli Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar vegna kennslu afreksíþróttafólks í skólanum. Menntaskólinn í Kópavogi leggur áherslu á fyrirtaks þjónustu við afreksíþróttafólk en þegar er skólinn í formlegu samstarfi við þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi, Breiðablik Gerplu og HK. Samstarf við GKG er því mikilvæg viðbót við það fjölbreytta og metnaðarfulla starf á Afrekssviði skólans og á bara eftir að vaxa og dafna enda býður GKG upp á eina bestu aðstöðu landsins til golfiðkunar, bæði utan og innandyra.  Samstarf  við GKG mun efla afrekssvið skólans enn frekar.

Þrjár persónur, tvær halda á skjölum sá þriðji stendur með hendur fyrir aftan bak

Á myndinni má sjá Úlfar Jónsson íþróttastjóra GKG og  Guðríði Eldey Arnardóttur skólameistara ásamt Daða Rafnssyni fagstjóra Afrekssviðs MK.