Í síðustu viku skrifuðu bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Menntaskólinn í Kópavogi, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins undir samstarfsyfirlýsingu vegna barna í viðkvæmri stöðu. Markmiðið er að fyrrnefndir aðilar vinni saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Kópavogi og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi.
Á myndinni eru Viktoría Guðmundsdóttir frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Guðríður Hrund Helgadóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, forstjóri hjúkrunar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.