Sérúrræði í lokaprófum - sækið um núna

Nemendur MK sem telja sig eiga rétt á að vera í fámennri stofu í lokaprófum geta sótt um það hér fyrir neðan.

Allir nemendur sem hafa skilað inn greiningu um námserfiðleika til námsráðgjafa og/eða eru með prófkvíða hafa þennan rétt.

Ef þú ert ekki viss um það hvort þetta eigi við um þig þá getur þú bókað viðtal við námsráðgjafa með því að senda fyrirspurn á netfangið namsradgjof@mk.is eða bókað viðtal hér.

Allir nemendur fá lesin próf í MK og lengri próftíma í lokaprófum.

Umsókn um sérúrræði í lokaprófum

Umsóknarfrestur er þar til vika er í fyrsta lokapróf.