Skólahald fellur niður vegna veðurs

Kæru nemendur og starfsfólk Menntaskólans í Kópavogi.

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissuástandi á morgun 14. febrúar vegna óvenju slæmrar veðurspár á landinu öllu en spáð er aftakaveðri.

Þegar spá er svona slæm þykir mér ekki verjandi annað en loka skólanum og biðja starfsfólk og nemendur að halda sig heima við á meðan veðrið gengur yfir.  Spár eru mismunandi eftir landshlutum og svæðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en nemendur og starfsfólk MK kemur víða að og betra að halda sig heima sé þess nokkur kostur.

Ég hvet nemendur til að nota daginn á morgun og sinna náminu. Það er hægt að njóta þess að lesa góða bók þótt úti sé hvasst og napurt.

Farið öll varlega og góða helgi
Guðríður Eldey Arnardóttir
Skólameistari MK