Sóttkví - einangrun - viðbrögð nemenda

Nú sem áður ætlum við að tækla ástandið og standa okkur.

Það sem er mikilvægt að vita og gera ef þið eruð í sóttkví og/eða með covid.

  1. Útvegið vottorð því til staðfestingar og skilið til Jóhönnu fjarvistafulltrúa (johanna.aradottir@mk.is).  Vottorð finnið þið á Heilsuveru undir Covid 19.
  2. Verið virk á moodle og fylgist vel með því sem kennarinn setur inn (verkefni, efni, upplýsingar) og reynið að skila öllum verkefnum á réttum tíma – ef heilsa leyfir.
  3. Látið kennarana ykkar vita af ykkur og um leið gerið áætlun um vinnuframlag í hverjum áfanga miðað við heilsufar hverju sinni.  Gott samband við kennarana er lykilatriði - notið Teams/tölvupóst/moodle til að hafa samband við kennarana ef þið vitið ekki til hvers er ætlast af ykkur í kennslustund og/eða verkefnavinnu.
  4. Reynið að skipuleggja daginn þannig að þið afrekið alltaf eitthvað skólatengt á hverjum degi.  Fáið aðstoð hjá námsráðgjafa ef ykkur vantar góð ráð til að skipuleggja ykkur, halda áætlun og/eða ef ykkur vantar gott „pepp talk“ sem gæti komið ykkur yfir erfiðasta hjallinn – námsráðgjafar skólans eru mjög góðar í því og þær eru líka á Teams

Mikilvægt ef kennarinn ykkar er í sóttkví/einangrun

  1. Mætið alltaf í skólann og fylgið stundaskrá.
  2. Verið virk á moodle og fylgist vel með því sem kennarinn setur inn (verkefni, efni, upplýsingar) og reynið að skila öllum verkefnum á réttum tíma.
  3. Gott samband við kennarann er lykilatriði- notið Teams/tölvupóst/moodle til að hafa samband við kennarann ykkar ef þið vitið ekki til hvers er ætlast af ykkur í kennslustund og/eða verkefnavinnu.
  4. Ef kennari er að kenna að heiman í gegnum Teams – þá mælum við með að þið mætið í stofurnar ykkar og sitjið kennslustundina þar.  Takið með ykkur heyrnartól í skólann  - þannig getið þið hlusta á kennslustundina í kennslustofunni.
  5. Einnig er hægt að fara á bókasafnið eða í Sunnusal– athugið að þar eru einnig fjöldatakmarkanir og munið heyrnartólin.
  6. Gott skipulag skiptir máli – kíkið endilega til námsráðgjafa ef ykkur vantar aðstoð – munið eftir grímunni