Stjörnusala til styrktar Pieta samtökunum

Starfsmannafélag MK hélt árshátíð á hótel Borg 8. febrúar sl. Þema kvöldsins var stjörnuþema í anda Hollywood stjarnanna. Starfsfólk gat keypt stjörnu, merkt hana að vild og síðan var stjarnan hengd á sérstakan stjörnuvegg. Allur ágóði af stjörnusölunni rann síðan óskiptur til Píeta samtakanna
Meginmarkmið Píeta samtakanna er að vinna gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða á Íslandi. Samtökin stuðla að forvörnum, opinni umræðu og vitundarvakningu um sjálfsvíg og sjálfsskaða.
Alls söfnuðust 172.000 krónur. Benedikt Þór Guðmundsson mætti í MK í morgun til að veita styrknum viðtöku.