Stöðupróf

Stöðupróf í ensku, frönsku, spænsku og þýsku verða haldin í Menntaskólanum í Kópavogi þriðjudaginn 7. janúar kl. 14:00.  Skráning fer fram á netfangið mk@mk.is í síðasta lagi föstudaginn 3. janúar.

Prófgjald er 20.000 kr. sem greiða skal inn á reikning skólans: 536 26 2155, kt. 6311730399. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram á innlegginu og afrit af kvittuninni þarf að senda á mk@mk.is  Próftakar þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið.