Síðastliðinn mánudag tók Ágústa Rún Jónsdóttir, stúdent frá MK, við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.
Á myndinni er Ágústa Rún með Silju Báru R. Ómarsdóttur, rektor við HÍ.
Nánari upplýsingar um verðlaunin og verðlaunahafana eru á vef Háskóla Íslands: