Sumarlokun

Nú líður senn að sumarlokun Menntaskólans í Kópavogi.

Frá 18. júní til og með 21. júní er skólinn lokaður en síminn verður opinn frá kl. 8:00 - 11:45.

Skólinn er lokaður frá og með 24. júní og opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst kl. 8:00

Kennsla haustannar hefst skv. stundaskrá mánudaginn 19. ágúst.

Fimmtudaginn 15. ágúst er mótttaka fyrir nýnema (nemendur fæddir 2008) kl. 10:00 – 12:00 og eldri nýnema (nemendur fæddir 2007 og fyrr) og nemenda í iðnnámi kl. 14:00 – 15:30.

Skóladagatal næsta skólaárs er aðgengilegt hér.

Til að staðfesta skólavist þarf að ganga frá greiðslu skólagjalda. Krafan mun birtast í heimabanka nemenda sem eru orðnir 18 ára en í heimabanka forráðamanna þeirra sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Gjalddagi er 1. ágúst og eindagi 8. ágúst. Skólagjöld verða ekki endurgreidd eftir 23. ágúst og innritunargjald fæst ekki endurgreitt.

Ef krafan er ekki greidd fyrir eindaga lítum við svo á að nemandi þiggi ekki skólavist hjá okkur og afskráum viðkomandi úr Innu.

Ef erindið er brýnt er hægt að senda tölvupóst á mk@mk.is og verður þeim pósti svarað um leið og færi gefst til.

Starfsfólk skólans óskar nemendum skólans og forráðamönnum þeirra gleðilegs sumars.

Hér er tengill á skóladagatalið.