Systkini útskrifast

Svo skemmtilega vildi til að fimmtudaginn 27. maí útskrifuðust þrjú systkini frá MK - þau Henrý Þór, Þorleifur Karl og Anna María Reynisbörn. Henrý Þór og Þorleifur Karl útskrifuðust sem meistarar í bakaraiðn frá Meistaraskólanum og Anna María sem ferðaráðgjafi frá Ferðamálaskólanum. Þess má einnig geta að við þessa sömu útskriftarathöfn útskrifuðust hjón sem meistarar í matreiðslu og tveir bræður með meistararéttindi í matreiðslu annars vegar og framreiðslu hins vegar. Áfangastjóri verknáms, Baldur Sæmundsson, átti leið í Reynisbakarí í morgun og fannst tilvalið að kippa með sér skírteinum bræðranna til afhendingar en þeir gátu því miður ekki verið viðstaddir athöfnina sl. fimmtudag. Þar sem systir þeirra var í nágrenninu gafst síðan tilefni til að ná þeim öllum saman á mynd.