Tindur Eliasen í 4. sæti í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Í gær voru úrslit stærðfræðikeppni framhaldsskólanna kynnt og lenti nemandi okkar, Tindur Eliasen, í 4. sæti af keppendum á eldra stigi. Það þýðir að hann mun taka þátt í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði sem fer fram í nóvember í Flensburg í Þýskalandi.

Við óskum Tindi innilega til hamingju með frábæran árangur