Töflubreytingar vor 2023

Búið er að opna stundatöflur nemenda og einnig fyrir rafrænar töflubreytingar. Nemendur geta fram til föstudagsins 6. janúar kl. 16:00 óskað eftir töflubreytingum í gegnum INNU. Athugið að ekki er hægt að skipta um hópa né skipta út áföngum sem nemandi valdi í áfangavalinu.

Stokkatafla og áfangar í MK

Nemendur sem stefna á útskrift í vor geta komið og hitt námsráðgjafa, áfangastjóra eða námstjóra eftir hádegi á morgun og allan fimmtudaginn og föstudaginn. Öðrum nemendum er bent á að sækja um töflubreytingar í gegnum INNU en töflubreytingaóskum verður bara svarað þar. Leiðbeiningar má finna hér

Íþróttir: 

Nemendur sem ætla að vera í Sporthúsinu á vorönn þurfa að skrá sig í gegnum töflubreytingar – ÍÞRÓ1AA01.

Nemendur sem eru að æfa hjá íþróttafélagi og eru ekki á afreksíþróttasviði og þeir sem eiga kort í öðrum líkamsræktarstöðvum þurfa að skila áætlunarblaði með undirskirft og stimpli á skrifstofu skólans í síðasta lagi föstudaginn 6. Janúar – sjá hér tengil á áætlunarblaðið