Töflubreytingar haustönn 2025

Búið er að opna stundatöflur nemenda og einnig fyrir rafrænar töflubreytingar. Kennsla hefst miðvikudaginn 20. ágúst samkvæmt stundatöflu. Nemendur geta fram til mánudagsins 25. ágúst kl. 12:00 óskað eftir töflubreytingum í gegnum INNU. Athugið að ekki er hægt að skipta um hópa. Ekki er hægt að verða við öllum óskum um töflubreytingar og því mikilvægt að mæta í kennslustundir samkvæmt stundatöflu þar til töflubreytingar hafa verið afgreiddar í INNU.

Leiðbeiningar fyrir töflubreytingar

Stokkatafla og áfangar í MK

Nemendur sem stefna á útskrift í desember geta komið og fengið aðstoð hjá námsráðgjöfum, áfangastjóra eða námsstjóra á meðan töflubreytingum stendur. 

 

Íþróttir:

Nemendur sem ætla að vera í Sporthúsinu á haustönn þurfa að skrá sig í gegnum töflubreytingar í áfangann ÍÞRÓ1AA01 ef hann er ekki kominn í stundatöflu.

Nemendur sem eru að æfa hjá íþróttafélagi (ekki á afrekssviði) eða eiga kort í öðrum líkamsræktarstöðvum þurfa að skila áætlunarblaði með undirskrift og stimpli á skrifstofu skólans í síðasta lagi mánudaginn 1. september 

Áætlunarblað