Töflubreytingar vorönn 2026

Búið er að opna stundatöflur nemenda í INNU og einnig fyrir rafrænar töflubreytingar. Kennsla hefst þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundatöflu.

Nemendur geta fram til mánudagsins 12. janúar kl. 12:00 óskað eftir töflubreytingum í gegnum INNU, sjá leiðbeiningar hér neðst í frétt.

Athugið að ekki er hægt að skipta um hópa. Ekki er hægt að verða við öllum óskum um töflubreytingar og því mikilvægt að mæta í kennslustundir samkvæmt stundatöflu þar til töflubreytingar hafa verið afgreiddar í INNU.

Nemendur sem þurfa aðstoð við töflubreytingar geta bókað viðtal hjá námsráðgjöfum og þeir nemendur sem ná því ekki geta sent tölvupóst til þeirra og reynt verður að koma þeim að.

Nemendur sem ætla að vera í Sporthúsinu á vorönn þurfa að skrá sig í gegnum töflubreytingar í áfangann ÍÞRÓ1AA01 ef hann er ekki kominn í stundatöflu.

Nemendur sem eru að æfa hjá íþróttafélagi (ekki á afrekssviði) eða eiga kort í öðrum líkamsræktarstöðvum þurfa að skila áætlunarblaði með undirskrift og stimpli á skrifstofu skólans í síðasta lagi mánudaginn 12. janúar.

Nemendur sem stefna á útskrift í maí geta komið og fengið aðstoð hjá námsráðgjöfum, áfangastjóra eða námsstjóra á meðan töflubreytingum stendur.

Stokkatafla og áfangar í MK

Leiðbeiningar fyrir töflubreytingar