Mánudaginn 18. ágúst verður stutt tölvunámskeið fyrir nýnema og eru skráningarhlekkir hér fyrir neðan. Hver nemandi mætir í klukkustund á eitt námskeið og þar munum við kenna á námsumhverfið sem notað er í skólanum (Moodle og Innu). Vinsamlegast skráið ykkur á þá tímasetningu sem hentar best.
Nemendur mæta með eigin fartölvur, alveg sama hvort það er Mac eða PC tölva. Nemendur þurfa að lágmarki að kunna að tengjast neti í tölvunni sinni, vista skjöl og búa til möppur áður en þeir mæta á þetta námskeið.
Á heimasíðu skólans eru leiðbeiningar til að sækja lykilorð, setja upp tveggja þátta auðkenningu og innskráningu í Office 365. Við hvetjum forráðamenn til þess að aðstoða nemendur því það er mjög mikilvægt að þessu sé lokið áður en nemendur mæta á námskeiðið þann 18. ágúst.
Mikilvægt er að vera með rafræn skilríki. Hámarksfjöldi er 50 nemendur í hvern hóp.