Tyllidagaball

 

 

Tyllidagaball verður haldið fimmtudaginn 9. febrúar í Gamla Bíó. Húsið opnar kl. 22:00 og lokar kl. 23:00 og eftir það verður ekki hægt að komast inn á ballið.

Miðasalan fyrir nemendur MK hófst í dag, 2. febrúar en hún er rafræn og tengill á hana er hér að ofan.

Miðasala fyrir aðra hefst á morgun en þá birtist tengill fyrir hana.

Fram koma: DJ Dóra Júlí, Kalli, Aron Can, Daniil, Birnir og Páll Óskar 

Nemendur þurfa að sýna miða og skilríki við innganginn. Ekki er hægt að kaupa miða við innganginn.

Bjóði nemandi með sér gesti utan MK bera þeir ábyrgð á þeim einstaklingi og að hann hagi sér í samræmi við skólareglur MK. Ef nemandi eða gestur á hans ábyrgð brýtur skólareglur á ballinu fær ábyrgi nemandinn viðvörun í INNU og fær ekki að mæta á næsta skólaball.

Aðkeypt gæsla verður á staðnum ásamt starfsfólki frá MK.

Ölvun ógildir miðann sem og öll notkun nikótíns, tóbaks eða annarra fíkniefna. Hringt verður í forráðamenn ólögráða einstaklinga ef þeir eru undir áhrifum vímugjafa.

Edrúpottur verður á ballinu og geta þeir nemendur sem vilja blásið og sett nafn sitt í pottinn. 

Forráðamenn eru hvattir til að sækja börn sín eftir ballið sem lýkur kl. 01:00.

Óskað er eftir viljugum forráðamönnum á rölt fyrir utan Gamla Bíó milli kl. 22:00 og 23:00. Þeir eru á gangi utandyra meðan nemendur eru að tínast inn og eru starfsmönnum MK til aðstoðar og fylgjast með að allt fari vel fram. Það hefur sýnt sig að foreldrarölt hefur forvarnargildi. Þeir sem sjá sér fært að mæta eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Maríu, félagslífsfulltrúa, á netfangið felagslif@mk.is

Kennsla hefst kl. 9:05 næsta morgun, föstudag.