Tyllidagar - dagskrá 7. febrúar

Miðvikudaginn 7. febrúar mæta nemendur ekki samkvæmt stundaskrá heldur er dagskrá frá kl. 8:30-14:00 í skólanum. Nemendur mæta á stöðvar að eigin vali og safna fimm mismunandi stimplum á eyðublað sem þau fá. Þau merkja blaðið og skila á skrifstofu skólans til þess að fá mætingu fyrir allan daginn. Það er ekki hægt að fá alla stimplana á sama tíma en þau sem mæta fyrr geta verið búin fyrr, þó svo að öllum nemendum sé frjálst að vera allan daginn og fara í sem flestar stofur til að taka þátt í þeim viðburðum sem eru í boði. Boðið verður upp á pylsur í hádeginu nemendum að kostnaðarlausu.