Undirbúningur fyrir heimapróf

Hafðu í huga að í heimaprófum er yfirleitt lögð áhersla á skilning á efninu frekar en utanbókalærdóm. Það er mikilvægt að þú rökstyðjir vel svör þín.

Þú færð upplýsingar um hvaða gögn þú mátt hafa hjá þér í prófunum. Athugaðu að þú munt ekki hafa tíma til að fletta öllu upp. Hafðu því skipulag á því efni sem þú mátt hafa með þér í prófinu.

Meðan á prófi stendur er kennari í kennslustofu í MK og nemandi getur verið í sambandi við kennara í gegnum Zoom/moodle/síma. Nemandi getur einnig hringt á skrifstofu skólans í síma 594 4000. Starfsmenn tölvuþjónustu verða einnig í MK á meðan prófin fara fram.

Hafðu eftirfarandi upplýsingar á hreinu

  • Hvenær er prófið?
  • Hvað er prófið langt?
  • Áttu von á ritgerðarspurningum, opnum spurningum eða krossaspurningum?
  • Úr hvaða efni er prófað?
  • Hvaða gögn máttu hafa með í prófið?
  • Skoðaðu vel próftöflu þína í Innu eða á heimasíðu skólans

Prófaðstæður

  • Komdu þér fyrir á góðum stað heima í ró og næði.
  • Vertu viss um að internettenging sé góð á þessum stað.
  • Passaðu að tölvan þín sé fullhlaðin eða hafðu hana í sambandi
  • Láttu aðra á heimilinu vita að þú sért að fara í próf, hvenær það hefst og hvenær því lýkur.
  • Stilltu símann og önnur tæki þannig að þau trufli þig ekki (t.d. flugstillingu)

Meðan á prófinu stendur

  • Vertu tilbúin/n við tölvuna þegar próftíminn byrjar.
  • Skipulagðu tímann þinn vel og lestu vel og vandlega til hvers er ætlast af þér í prófinu.
  • Passaðu að eyða ekki of löngum tíma í eina spurningu.
  • Athugaðu vægi spurninga.

Vertu viss um að vista/skila svarúrlausnunum þegar þú ert búin/n með prófið. Mundu að þú hefur ekki tíma til að fletta upp öllum svörum.

Ef þú lendir í tæknilegum erfiðleikum hafðu strax samband við kennarann í gegnum Zoom/moodle/síma eða hringdu á skrifstofu skólans í síma 594 4000.