Ungir frumkvöðlar 2023

Þessa önn tóku átta fyrirtæki frá okkur í MK þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2023. Á meðfylgjandi myndum má sjá fyrirtækin sýna og selja sínar vörur í Smáralind á vörumessunni. Þrjú þeirra eru nú komin í lokaúrslit keppninnar og kynna sínar hugmyndir og fyrirtæki fyrir framan dómnefnd í Aríon banka fimmtudaginn 27. apríl.

Við óskum Aríóla, Fhips og Orkumolum til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í úrslitunum.