Upphaf haustannar 2023

Undirbúningur fyrir skólastarfið á haustönn 2023 er í fullum gangi og við hlökkum til að sjá ykkur öll. Verið er að vinna stundatöflur nemenda og bókalisti er aðgengilegur á heimasíðu skólans.

Helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga fyrir nemendur og forráðamenn:

Fimmtudagur 17. ágúst – Stundatöflur nemenda verða aðgengilegar í INNU og opnað fyrir rafrænar töflubreytingar.

Föstudagur 18. ágúst kl. 10.00-12.00 – Móttaka nýnema (fæddir 2007) í bóknámi og grunndeild matvæla- og ferðagreina. Sjá nánar bréf sem sent var til nýnema í júní. Nýnemar á starfsbraut mæta skv. upplýsingum frá starfsbraut. 

Föstudagur 18. ágúst kl. 13.00-14.30 - Móttaka eldri nýnema í bók- og verknámi. 

Mánudagur 21. ágúst – Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu í dagskóla.

Þriðjudagur 22. ágúst kl. 16.00 – Lokað fyrir rafrænar töflubreytingar.

Þriðjudagur 22. ágúst kl. 17.00-18.30 – Kynning fyrir forráðamenn nýnema (fæddir 2007) í Sunnusal. Nánari upplýsingar verða sendar þegar nær dregur.

Fimmtudagur 24. ágúst kl. 16.00 – Matsveinanemar mæta í stofu V-205 í kynningu og staðlotu.

Föstudagur 25. ágúst – Nýnemaferð (dagsferð).

Mánudagur 28. ágúst kl. 12.30-17.20 – Meistaraskólanemar (hópur 1) mæta í stofu V-205. Kennsla hefst skv. stundatöflu.

Mánudagur 28. ágúst kl. 17.00-18.00 – Skólasetning Leiðsöguskólans.

Þriðjudagur 29. ágúst – Kennsla hefst skv. stundatöflu í Leiðsöguskólanum.

Miðvikudagur 30. ágúst kl. 12.30-17.20 – Meistaraskólanemar (hópur 2) mæta í stofu V-205. Kennsla hefst skv. stundatöflu.

Fimmtudagur 31. ágúst kl. 16.00 – Matartæknanemar mæta í stofu V-205 í kynningu og staðlotu.

Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna.