Upphaf vorannar - velkomin til starfa!

Dagskrá fyrstu daga vorannar í MK má sjá hér að neðan. 

Athugið að stundatöflur opna í síðasta lagi 5. janúar og á sama tíma verður opnað fyrir töflubreytingaóskir. Nemendur og forráðamenn þeirra eru hvattir til að kynna sér vel dagsetningar sem varða töflubreytingar, skráningar úr áfanga, íþróttaiðkun og fleira.

Mánudagur 5. janúar
• Móttaka nýrra kennara kl. 8:45
• Kennarafundur í Bleika sal kl. 09:00-11:00.
• Móttaka nýrra nemenda í Sunnusal kl. 14:00-15:30.

Þriðjudagur 6. janúar
• Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá.
• Leiðsöguskólinn hefst með námskeiði í skyndihjálp
• Sveinspróf í matreiðslu í Vesturhúsi 

Fimmtudagur 7. janúar
• Sveinspróf í matreiðslu í vesturhúsi

Mánudagur 12. janúar
• Töflubreytingum lýkur kl. 12:00
• Síðasti dagur til að skila inn áætlun vegna íþróttaiðkunar utan Sporthúss
• Meistaraskólinn mætir kl. 12:30

Föstudagur 16. janúar
• Síðasti dagur til að skrá sig úr áfanga
• Fyrsta staðlota í matsveinanámi (16. - 18. janúar)

Mánudagur 19. janúar
• Sporthúsið opnar fyrir nemendur.