Úrslit í hermileik

Í áfanganum markaðsfræði, MARK2BA05, spila nemendur svokallaðan hermileik (marketing simulation) sem er hluti af námsmati. Nemendur vinna í 2-3 manna liðum, stofna sitt fyrirtæki og nýta aðferðir sem þeir hafa lært í markaðsfræðinni til að markaðssetja og selja vörur sem þeir búa til í leiknum. Hermileikurinn er keppni milli liða/fyrirtækja og það lið sem stendur uppi í lok leiks með hæsta eiginfjárstöðu er sigurvegari leiksins.

Nú í vikunni lauk keppni í tveimur hópum í markaðsfræðinni. Baráttan var hörð á milli efstu liða en að lokum stóðu liðin Redbull Jets og JetPack uppi sem sigurvegarar.

Á meðfylgjandi myndum má sjá káta sigurvegara.

1. sæti í hóp 1: Redbull Jets: Dagur Máni Ingvason, Stefán Eiríksson og Birgir Ari Óskarsson

1. sæti í hóp 2: JetPack: Hilmar Þór Kjærnested Helgason, á myndina vantar Bjart Braga Ragnarsson