Útskriftir dagskóla og kvöldskóla

Í næstu viku fara fram útskriftir fyrir dagskóla- og kvöldskólanemendur Menntaskólans í Kópavogi. Meðfylgjandi eru bréf sem allir útskriftanemendur hafa fengið í tölvupósti.

Matsveinanemar, matartæknanemar, leiðsöguskólanemar og meistaraskólanemar útskrifast fimmtudaginn 22. maí kl. 14:00 í Digraneskirkju. Engin æfing er fyrir þessa nemendur en sæti eru merkt hverjum nemanda.

Stúdentsefni og iðnnemar í bakstri, framreiðslu, matreiðslu og nemendur á sérnámsbraut útskrifast föstudaginn 23. maí kl. 14:00 í Digraneskirkju. Æfing fyrir þessa nemendur verður miðvikudaginn 21. maí kl. 12:00 í Digraneskirkju.

Upplýsingabréf fyrir dagskóla

Upplýsingabréf fyrir kvöldskóla