Útskriftir vor 2021 – fyrirkomulag

Útskrift dagskóla verður föstudaginn 28. maí klukkan 14:00. Þá verða útskrifaðir nemendur í almennu bóknámi og iðnnámi (bakstur, framreiðsla og matreiðsla)

Nemendur mæta í Digraneskirkju, eigi síðar en 15 mín. fyrir athöfn en því miður er ekki rými innan núgildandi samkomutakmarkana til að bjóða gestum í athöfnina. Þess í stað verður athöfnin send út í streymi af síðunni www. netsamfelag.is svo aðstandendur geti fylgst með.

Útskrift kvöldskóla/fullorðinsfræðslu verður fimmtudaginn 27. maí klukkan 16:00 í Digraneskirkju. Þá útskrifast nemendur úr matsveini/matartækni, meistaraskóla,  Leiðsöguskóla og Ferðamálaskóla.

Athöfnin verður einnig send út í beinu streymi af síðu www.netsamfélag.is og einungis útskriftarefni mæta í kirkjuna.

Að morgni beggja útskriftardaganna mun verða hægt að nálgast hlekk á streymið af heimasíðu MK.