Varðandi rafrettur (vape)

Mikilvægar upplýsingar fyrir alla nemendur MK og forráðamenn þeirra nemenda sem eru undir 18 ára.

Í skólareglum MK stendur:

Munntóbak og reykingar með eða án tóbaks (þ.m.t. raf-sígarettur/veip) eru bannaðar í skólanum, á skólalóðinni og á öllum viðburðum á vegum skólans (t.d. skóladansleik og ferðalögum). (LSM – 010 vísar til VKL-203, gr. 5.7.)

Allir nemendur sem eru teknir með rafrettur í skólanum, á skólalóðinni eða á samkomum á vegum skólans (t.d. á skólaballi) fá formlega viðvörun í Innu.

Rafrettur verða auk þess teknar af nemendum og fargað af skólanum. Athugið vel að rafrettum verður ekki skilað aftur til nemenda eða forráðamanna þeirra enda á ábyrgð nemenda að virða skólareglur og fara eftir þeim.