Vegna COVID-19

Nemendur, eins og almenningur allur, skulu fylgjast reglulega með leiðbeiningum landlæknis vegna viðbragða við COVID-19. Þar finnast alltaf nýjustu upplýsingar um stöðu mála. Þær upplýsingar eru traustar og nýjustu fréttir eru settar þar inn af heilbrigðisyfirvöldum beint og milliliðalaust.

https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

Nánar um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn smiti:

https://www.landlaeknir.is/s…/sykingavarnir-fyrir-almenning/

Sótthreinsun/handhreinsun: Sprittbrúsum með sótthreinsivökva hefur verið fjölgað víðsvegar um skólann og eru allir hvattir til þess að nota þá reglulega sér í lagi þegar gengið er inn í mötuneyti skólans.

Nemendur eru hvattir til þess að þvo sér vel um hendur með sápu og spritti og gæta ítrasta hreinlætis.

Allir eru beðnir um að huga sérstaklega að sótthreinsun flata sem margir snerta og hugi sérstaklega vel að mötuneyti þar sem margir koma saman.

Bíðum með faðmlög og kossa og forðumst snertingu við augu, nef og munn. Hóstum eða hnerrum í krepptan olnboga.

** Það skal áréttað að nemendur tilkynni veikindi og láti sérstaklega vita á skrifstofu skólans ef einkenni veikinda eru flensutengd sem mögulega gætu bent til COVID-19 smits og auðvitað tilkynna til læknavaktarinnar í síma 1700.