Vegna skólalokunar

Skólinn er lokaður nemendum en skrifstofa skólans og stoðþjónusta er áfram til staðar

Síminn á skrifstofu skólans verður opinn þótt húsið sé lokað nemendum og almenningi. 

Áfram þarf að tilkynna um veikindi nemenda til skrifstofu.

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með námi barna sinna og hvetja þau áfram að halda áætlun.

Kennarar eru í daglegu sambandi við nemendur og er afar mikilvægt að halda vel á spöðunum og dragast ekki aftur úr í náminu.

Náms- og starfsráðgjafar skólans eru með símatíma frá 10 - 12 og svo 12:30 – 14 alla daga.

Nemendur og foreldrar eru hvattir til að hafa samband ef eitthvað er í síma 594 4000.