Verklegar æfingar í framreiðslu og matreiðslu

Mynd birt með leyfi Alberts Eiríkssonar
Mynd birt með leyfi Alberts Eiríkssonar

Verklegar æfingar í þriðja bekk í framreiðslu og matreiðslu hófust 23. janúar og verða með reglulegu milli bili út önnina. Æfingar þessar eru hluti af náminu og  fá nemendur tækifæri til að æfa helstu þætti sem snúa að fagi þeirra.

Fyrsta æfingin gekk vel og voru gestir mjög ánægðir. Einn af gestunum var Albert Eiríksson sem heldur út vefnum Albert eldar. Hér má sjá það sem Albert skrifaði um æfinguna.