Vetrarfrí og lesdagur nemenda

Á mánudaginn, 27. október, er vetrarfrí í MK og á þriðjudaginn 28. október er lesdagur nemenda þar sem þeir vinna sjálfstætt heima og ljúka óunnum verkefnum.

Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 29. október samkvæmt stundaskrá. Skólinn verður lokaður þessa daga.

Hvetjum nemendur og kennara til að njóta og nýta þessa kærkomnu löngu helgi.