- Skólinn
- Námsleiðir
- Nemendur
- Námsráðgjöf
- Upplýsingatækniver
- Leiðsöguskólinn
Við Menntaskólann í Kópavogi starfa þrír náms- og starfsráðgjafar, Guðrún Helgadóttir, Helga Lind Hjartardóttir og Þórdís Þórisdóttir. Þær eru til viðtals á skólatíma. Þú getur smellt á nafn námsráðgjafans til að senda honum póst.
Ef þér er alveg sama við hvaða námsráðgjafa þú talar þá geturðu sent póst á namsradgjof@mk.is. Sá námsráðgjafi sem er laus mun þá hafa samband við þig.
Starf náms- og starfsráðgjafa er breytilegt eftir því hvort þeir starfa í skólum, fyrirtækjum eða á vinnumiðlunum.
Markmið er þó alltaf það sama, að stuðla að velferð einstaklingsins með hagsmuni hans að leiðarljósi. Námsráðgjafi sýnir nemendum trúnað.
Náms- og starfsráðgjafar eru sérfræðingar. Þeir veita ráðgjöf um nám og störf og aðstoða við starfs- og námsval. Þeir greina vanda og vísa á aðra sérfræðinga.
Hver nemandi ber ábyrgð á eigin námi en á kost á stuðningi námsráðgjafa. Námsráðgjafinn er talsmaður nemenda. Allt sem stuðlar að því að ráðþegi nái settu marki heyrir undir hann.
Námsframboð í skólanum er mjög fjölbreytt og því geta flestir fundið þar eitthvað við sitt hæfi.