Gagnlegt efni

Áttavitinn

„Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins. Umsjón með Áttavitanum er í höndum Hins hússins.“

Bergið - Headspace

„Bergið, Headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks.“

Kvíðameðferðarstöðin

Kvíðameðferðarstöðin er sálfræðistofa. „Markmið okkar er að veita eins árangursríka meðferð við kvíða fyrir fullorðna og völ er á, efla aðgengi fólks að sálfræðimeðferð og stuðla að framþróun rannsókna á sviði kvíðaraskana. Við bjóðum upp á einstaklingsviðtöl, hópmeðferð, fræðsluerindi og þjónustu við fyrirtæki. Við erum í nánu samstarfi við Liltu kvíðameðferðarstöðina sem sinnir meðferð barna og ungmenna.

Sól, sálfræði- og læknisþjónusta

Sól er sálfræði- og læknisþjónusta sem býður upp á heilstæða og samfellda sálfræði og læknisþjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Sól sinnir greiningum við helstu þroska- og geðraskana barna og ungmenna.

„Hjá SÓL veitum við þjónustu börnum og ungmennum að 25 ára aldri með margs konar vanda. Ekki þarf að liggja fyrir greining til þess að fá þjónustu.“

Samskiptastöðin

Samskiptastöðin er sérhæfð meðferðarstöð sem aðstoðar einstaklinga, fjölskyldur, pör eða vinnustaði við að leysa hvers kynd vanda, bæta líðan og samskipti.

Sterkari út í lífið

Sterkari út í lífið er vefsíðan þar sem hægt er að finna efni þróað af fagfólki í heilbrigðisvísindum hugsað til að styrkja sjálfsmyndir barna og unglinga.

Samtökin ´78

„Samtökin ´78 er hagsmunafélag hinsegin fólks á Íslandi. Við bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu, félagslíf, ungmennastarf og öfluga hagsmunabaráttu.“

Fjölsmiðjan

„Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á félagslegum úrræðum fyrir unglinga. Fjölsmiðjan er sjálseignarstofnun með það markmið að starfsrækja verkþjálfunar, framleiðslu- og -fræðslusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Sömuleiðis eiga 25 ára og eldri aðgang að Fjölsmiðjunni ef þeir hafa sérstaka þörf á því sviði.„

Arena

Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi. Kraftmestu leikjartölvur á markaðnum í dag.

Bókasafn Kópavogs

Bókasafn Kópavogs er með allskonar viðburði, ungmennakvöld, foreldramorgna, bókmenntaklúbb og fleiri viðburði.

Molinn ungmennahús

Molinn er ungmennahús fyrir 16-25 ára. Opið frístundastarf, kostar ekkert.

Nexus Noobs

Námskeið hjá Nexus Noobs eru ætluð börnum, unglingum og fjölskyldum sem hafa áhuga á að læra allt um hlutverkaspil, kortaspil, herkænskuspil, myndasögur eða mörg önnur spennandi áhugamál.

Píeta samtökin

„Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Píeta samtökin vinna einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Samtökin vilja vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi.“

Hjálparsími og netspjall Rauða Krossins

„Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund erindi til 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim samtölum sem 1717 berast. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að hafa í huga að ráðgjöf og þjónusta 1717 er ekki ætlað að koma í stað meðferðar hjá fagaðila. „

Barnaheill

Viltu tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu

Allar tilkynningar til Ábendingalínunnar berast beint til lögreglunnar. Lögreglan geymir ekki persónuupplýsingar um þig í tengslum við tilkynningu þína. En ef þú gefur upp nafn, netfang eða símanúmer kann að vera haft samband við þig til að auðvelda rannsókn máls. Persónuupplýsingar sem gefnar eru upp í tilkynningum eru meðhöndlaðar í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

112.is – Ofbeldi í nánu samböndum

Á 112.is eru upplýsingar um ofbeldi í nánum samböndum.

Ofbeldi er þegar einhver gerir eithvað sem meiðir þig eða lætur þér líða illa. Það kallast ofbeldi í nánu sambandi eða heimilisofbeldi þegar sá sem beitir ofbeldinu er skyldur eða tengdur þér, til dæmis maki, fyrrverandi maki, fjölskyldumeðlimur eða mönnunaraðili. Ofbeldi getur átt sér stað óhæð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru.

112.is – Kynferðisofbeldi og áreitni

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver gerir eitthvað kynferðislegt við þig, eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt, sem þú vilt ekki. Kynferðisleg áreitni er þegar einhver fer yfir mökrin þín kynferðislega og er líka ofbeldi.

Kraftur

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Félagið er hagsmuna- og stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Aðstandendur geta einnig gerst félagsmenn, án tillits til aldurs. Kraftur býður upp á jafningjastuðning, ráðgjöf, sálfræðiþjónustu án endurgjalds, fjárhagslegur stuðningur í formi neyðarsjóðs, styrk til lyfjakaupa, endurhæfing, fræðsluefni, stuðningshópar, markþjálfun, réttinda og hagsmunagæsla, viðtalstíma og ýmsa aðra viðburði.

Ljósið

Þjónusta Ljóssins er fyrir alla krabbameinsgreinda einstaklinga frá 16 ára aldri og nánustu aðstandendur og fjölskyldu. Aðstandendur, frá 6 ára aldri, geta sótt stuðning fagfólks og sérsniðin fræðslunámskeið – Smelltu hér til að kynna þérstundaskrá Ljóssins.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Marmkið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis. Bjarkarhlíð býður áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kunjum, 18 og eldri.

Geðhjálp

Geðhjálp eru samtök 7.000 félaga, notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks sem býr við geðrænar áskoranir í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga- og þekkingarmiðlun. Gildi Geðhjálpar eru hugrekki, mannvirðing og samhygð.

Sorgarmiðstöðin

Markmið Sorgarmiðstöðvar er að styðja við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Starfsemin lýtur fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og fræðslu. Sorgarmiðstöð er öllum opin.

Stígamót

Stígamót eru ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi.

Málbjörg

Félag um stam á Íslandi. Málbjörg er fyrir fólk sem stamar og aðstandendur þeirra. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um stam og vera vettvangur fyrir sjálfshjálp.

Félag lesblindra á Íslandi

FLÍ eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunamnálum lesblindra með það að markmiði að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Félagið vinnur markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu.

ADHD Samtökin

ADHD samtökin – félag til almannahella eru landssamtök til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með ADHD og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og hafi gott að gengi að þjónustu sem hefur það að markmiði að hámarka hæfni þeirra og lífsgæði á öllum aldursskeiðum.

Síðast uppfært 13. mars 2024