Spurt og svarað: Tölva í skólann

Þarf ég að mæta með tölvu í skólann?

Já!

Menntaskólinn í Kópavogi gerir ráð fyrir að nemendur mæti með fartölvu í skólann. Tölvur eru notaðar í verkefnavinnu, verkefnaskil, próf, heimildaleit, ritgerðaskrif og margt fleira.

Hvernig tölvu á ég að mæta með í skólann?

Tölvu sem þú átt, virkar og getur nettengst.

Ég þarf að kaupa tölvu, hvernig tölvu á ég að kaupa?

Við notum Microsoft Office 365 kerfi og Windows tölvur í MK.

Þú getur keypt þér hvaða tölvu sem er, en við mælum með eftirfarandi ef þú kaupir nýja vél:

 • Windows tölva
  • Að minnsta kosti 8 GB RAM vinnsluminni.
  • Gott geymslupláss á hörðum diski.
  • Þráðlaust netkort.
 • Apple/Mac tölva
  • Að minnsta kosti 8GB RAM vinnsluminni.
  • Gott geymslupláss á hörðum diski.
  • Þráðlaust netkort.

Office-pakki

Nemendur skólans fá aðgang að Office-pakka Microsoft. Þar með aðgang að pósthólfi, ritvinnslu, töflureikni, teams og fleira.

Moodle

Moodle námsumsjónarkerfi er notað í öllum áföngum skólans, þar koma kennarar námsefni og verkefnum til nemenda. Einnig skila nemendur verkefnum og taka próf í moodle.

Lockdown Browser?

Lockdown Browser er vafri sem er notaður við rafræn próf í Moodle. Hægt er að sækja vafrann hér, gott að vera búinn að setja hann upp þegar skólinn byrjar.

Þráðlaust net

Allir nemendur skólans hafa aðgang að þráðlausu neti. Fara í netstillingar og velja net sem heitir "MK-Nemendur opið". Það er ólæst.

Hvernig tölvuþjónusta er í boði?

Tölvuþjónustan er með starfsstöð í upplýsingatækniveri skólans (bókasafni). Þangað geta nemendur leitað með vandamál sem koma upp við notkun tölvu í námi. Einnig er hægt að senda póst á tölvuþjónustuna (ut@mk.is).

Vandamál með vélbúnað, stýrikerfi og/eða vírusa er á ábyrgð nemenda sjálfra og er ekki á verksviði tölvuþjónustu MK.

Spjaldtölva, get ég notað hana?

Já, þú getur tengt hana við net skólans. iPad virkar líka með Lockdown Browser, en ekki Android spjöld.

Cromebook, get ég notað hana?

Já, þú getur tengt hana við net skólans. Hún getur ekki sett upp Office-pakkann, en hægt að vinna í kringum það með vilja.

Síðast uppfært 05. febrúar 2024